"

Selskógur, Skorradal

Selskógur er skjólsæll og afskaplega náttúrulegt og notalegt fjölskyldu tjaldsvæði. Svæðið er skipt í nokkur misstór svæði þar sem hægt er að koma sér vel fyrir á.
Verið velkomin í Selskóg.


Þjónusta í boði

  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Yndislegt tjaldsvæði á besta stað. Skorradalsvatn hinumegin við „götuna“ og fullt af fjöllum til að labba á. Já eða bara liggja í sólbaði eða hvað sem ykkur dettur í hug.

Á svæðinu er heitt og kalt vatn, sturta, klósett og rafmagn. Ruslagámur er rétt hjá svæðinu, vinsamlegast hendið ruslinu þar en ekki inná svæðinu.

Reglur tjaldsvæðisins
Tjaldsvæðið er fjölskyldutjaldsvæði og yngri en 20 ára skulu vera í fylgd með forráðamanni. Við sérstakar aðstæður geta aldurstakmörk verið hærri.
Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu á að vera lágmarki,
hámarkshraði er 15. km/klst.
Ekki má rjúfa næturkyrrð, vera með háreysti eða valda óþarfa hávaða með umferð, tónlist eða öðru. Virða ber næturkyrrð á milli kl 24 og 08.
Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
Sorp skal sett í þar til gerð ílát, vinsamlegast skiljið ekki rusl eftir á víðavangi.
Hundar mega aldrei vera lausir á tjaldsvæðinu eða
valda öðrum gestum ónæði eða ótta.
Vinnið ekki spjöll á náttúrunni, húsnæði eða búnaði tjaldsvæðisins.
Bannað er að kveikja opinn eld á svæðinu. Farið varlega með grill og gastæki. Vinsamlega leggið ekki einnota grill beint á jörðina.
Brot á umgengnisreglum getur varðað brottreksti af tjaldsvæðinu.

Opnunartími

Tjaldsvæðið er opið.


Verð

Verð 2024

Verð fyrir fullorðna: 1.600 kr
Frítt fyrir 15 ára og yngri
Rafmagn: 1.200 kr
Fjórða hver nótt frí