Seyðisfjörður
Lýsing tjaldsvæði
Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, er umgirt trjágróðri og hólfað niður með kjarri. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn.
Þjónusta í boði
- Veiðileyfi
- Sundlaug
- Sturta
- Gönguleiðir
- Þvottavél
- Salerni
- Golfvöllur
- Rafmagn
Lýsing á aðstöðu
Bærinn er fyrsta stopp fyrir marga ferðalanga sem koma til landsins með Norrænu. Íbúar bæjarins eru um 700 talsins.
Í nágrenni tjaldsvæðisins er ýmislegt gert til afþreyingar svo sem níu holu golf völlur, leiksvæði fyrir börn, sundlaug, sjóstangaveiði, kayak siglingar og margt fleira.
Tjaldsvæðið er staðsett í hjarta bæjarins, er umgirt trjágróðri og hólfað niður með kjarri. Á Seyðisfirði syngja fossarnir þig í svefn.
Tjaldsvæðið á Seyðisfirði er rómað fyrir góða þjónustu og hlýlegt umhverfi. Á svæðinu er þjónustuhús með alla helstu aðstöðu fyrir gesti eins og salerni, þvottavél og þurrkara, borðsal, eldunaraðstöðu og frían aðgang að interneti.
[Divider style = „shadow“]Á tjaldsvæðinu er einnig útigrill og aðstaða fyrir húsbíla, þar með talið rafmagn og hreinsiaðstaða fyrir húsbíla-wc. Hundar eru leyfðir á tjaldsvæðinu frá og með sumri 2017. Hundaeigendur eru beðnir um að fylgja reglum sem eru á svæðinu.
Í göngufæri er sjoppa, matvöruverslun, sundlaug, matsölustaðir, íþróttamiðstöð, Tækniminjasafnið, Skaftfell menningarmiðstöð og margt fleira.
Tjaldsvæði Seyðisfjarðar er aðili að Útilegukortinu.
Aldurstakmark á svæðið er 18 ára nema í fylgd með fullorðnum.
Verð
Sumarið 2020
Fullorðnir: 1.650 kr
Börn: Frítt fyrir 14 ára og yngri
Eldri borgarar og öryrkjar: 950 kr
Sturta: 100 kr / 2 min
Þvottavél: 720 kr
Þurrkari: 720 kr
Rafmagn: 770 kr
Aðgangur að eldhúsi fyrir aðra en gesti tjaldsvæðisins: 1.080 kr