"

Siglufjörður

Á Siglufirði eru tvö tjaldsvæði, annað í miðbænum og hitt við snjóflóðavarnargarðinn sem er í um 10 mín fjarlægð frá miðbænum.


Þjónusta í boði

  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Veitingahús
  • Sundlaug
  • Farfuglaheimili
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Þvottavél
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Á Siglufirði eru tvö tjaldsvæði.
Annað er staðsett í miðbænum við ráðhústorgið og smábátabryggjuna. Þaðan er göngufæri í alla almenna þjónustu, afþreyingu, söfn og setur.

Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra Bola) er annað tjaldsvæði svæðið sem er mjög gott fyrir þá sem vilja meiri ró og frið. Þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð, í skógræktina og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ Siglufjarðar frá Stóra Bola.


Verð

Verð 2021

Verð á mann: 1.400 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.200 kr
Frítt fyrir 16 ára og yngri.
Rafmagn: 1.200 kr
Þvottavél: 500 kr
Þurrkari: 500 kr