Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði. Sérstakt svæði er fyrir húsvagna og svefnbíla.
Sjá nánari upplýsingar hér að neðan.
.
.
.
470 8300
.
Sundlaugar í nágrenninu
Kirkjubæjarklaustur Höfn í Hornafirði
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli var stofnaður 1967 en síðan 2008 hefur Skaftafell verið hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Í Skaftafelli er að finna margar og fjölbreyttar gönguleiðir við allra hæfi. Gífurlega fallegt landslag er allt í kring og stutt að fara að jöklum eða ganga á fjöll.
Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði. Sérstakt svæði er fyrir húsvagna og svefnbíla með aðgengi að rafmagni. Akandi umferð inn á tjaldsvæðið er aðeins leyfð milli kl 7:00 til 23:00Í Skaftafellstofu er upplýsingamiðstöð, minjagripaverslun og veitingasala. Þar er einnig, póstkassi og aðgangur að fríu interneti.
OpnunartímiAllt árið
- Toilets
- Warm water
- Cold water
- Restaurant
- Internet
- Electricity
- Dogs allowed
- Wheelchair accessible
- Walking paths
- Washing machine
- Shower
- Waste disposal for mobile homes
Verð 2019
- Fullorðnir (18-66 ára) hver nótt: 1.750 kr.
- Eldri borgarar (67 ár og eldri) og öryrkjar: 1.500 kr.
- Börn (13 til 17 ára) í fylgd með fullorðnum: 1.000 kr.
- Börn (12 ára og yngri) í fylgd með fullorðnum: gjaldfrjáls
Þegar greitt er samtímis fyrir fleiri nætur en eina er veittur 300 króna afsláttur per einstakling fyrir hverja nótt umfram fyrstu nótt.
Dæmi: Par sem borgar fyrir eina nótt greiðir 1.750 krónur fyrir hvorn einstakling auk 500 króna stæðisgjalds, samtals 4.000 krónur. En ef greitt er samtímis fyrir aukanótt lækkar gjaldið um 300 krónur fyrir hvorn einstakling og því kostar viðbótarnóttin 3.400 krónur. Samtals eru því greiddar 7.400 krónur fyrir tvær nætur.
Önnur þjónusta:
- Rafmagn (hver sólarhringur): 1.000 krónur
- Sturta: innifalin í gistigjaldi
- Þvottavél: 500 krónur
Hópaafsláttur: 10 manna hópur eða fleiri: 10% afsláttur af gistingu, utan stæðisgjalds, ef staðgreitt. Skilyrði er að greitt sé fyrir allan hópinn í einu lagi.
* Gistináttaskattur krónur 333 er innifalinn í stæðisgjaldi.
Hópabókanir fyrir rafmagn 2019
- Bókanir fyrir rafmagnspláss á tjaldsvæði fer fram í gegnum tölvupóst – skaftafellcamping@vjp.is
- Aðeins er tekið frá fyrir einn hóp á dag (lágmark 10 bílar í hóp).
- Bókanir þurfa að berast með að minnsta kosti 2 mánaða fyrirvara.
- Ein greiðsla skal gerð fyrir allan hópinn.
- Bókanir fyrir tjaldhópa (ef ekki er þörf á rafmagni) eru ekki mögulegar.
loading map - please wait...