"

Stykkishólmur

Lýsing tjaldsvæði

Tjaldsvæðið er á hægri hönd þegar komið er inn í bæinn. Stutt er í alla helstu þjónustu í bænum.


Þjónusta í boði

  • Golfvöllur
  • Leikvöllur
  • Sundlaug
  • Rafmagn
  • Þvottavél
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið í Stykkishólmi er vel staðsett innan bæjarins, stutt í alla þjónustu og í göngufæri frá sundlauginni.

Á svæðinu er þjónustuhús með snyrtiaðstöðu og aðgengi fyrir fatlaða ásamt útivöskum og útisturtum. Snyrtiaðstaða (ekki sturtur) er í golfskála ásamt þvottavél og þurrkara, við húsið eru útivaskar. Inni er smá aðstaða fyrir gesti – (borð/stólar – ketill og örbylgjuofn).

Aldurstakmark er 18 ára nema í fylgd með fullorðnum.

Afgreiðslan er opin frá ca 20 maí.
Júní og út ágúst: 08:00 – 22:00
September: eftir þörfum, alltaf hægt að ná í starfsmann.


Verð

Verð 2018

Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 15 ára og yngri.
Ellilífeyrisþegar og öryrkjar: 1.000 kr
Rafmagn: 850 kr

Einnig hægt að kaupa tilboðspakka ef það stendur til að vera lengur

2 dagar: 2.400 kr
3 dagar: 2.900 kr
4 dagar: 4.000 kr
5 dagar: 5.000 kr
6 dagar: 6.000 kr
Vika: 6.300 kr