"

Svartiskógur

Tjaldsvæðið er staðsett við Hótel Svartaskóg í Jökulsárhlíð. Ekið er af hringveginum inná veg 917 og eftir honum í um 8 km. Hentar mjög vel að stoppa á leið frá Mývatni til Egilsstaða.


Þjónusta í boði

  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Heitt vatn
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið er í skógi vöxnu landi og er góður áningastaður fyrir einstaklinga og hópa. Vel staðsett til skoðunarferða um Austurland og nágrenni.


Verð

Verð 2021

Verð fyrir fullorðna: 1.500 kr
Eldri borgarar og öryrkjar: 1.100 kr.
Frítt fyrir börn 11 ára og yngri

Frítt í sturtu og WC fyrir gesti