"

Systragil

Velkomin að tjaldsvæðinu Systragili. Í skjóli trjáa við lindina hjalandi.
Tjaldsvæðið Systragil er í landi bóndabýlisins Hróarsstaðir í Fnjóskadal, Suður -Þingeyjarsýslu. Í næsta nágrenni (3 km) er 9 holu golfvöllur er ber heitið Lundsvöllur og sundlaugar eru á Illugastöðum (10 km) og í Stórutjarnaskóla (13 km). Tjaldsvæðið Systragil er við veg 833, tvo km frá þjóðvegi eitt, um 20 km frá Akureyri og Goðafossi. Tjaldsvæðið er staðsett gegnt stærsta birkiskóg landsins, Vaglaskógi.
Merktar gönguleiðir eru bæði í Vaglaskógi og upp með Systragili, Þingmannaleið.  Mikill gróður er á svæðinu og lækurinn Systralækur.
 Í hlíðunum fyrir ofan tjaldstæðið eru melar og skóglendi og þar má finna mikið af berjum og sveppum. Tjaldsvæðið Systragil er miðsvæðis á Norðurlandi. Stutt er í Goðafoss, Laufás, til Akureyrar, Húsavíkur og í Mývatnssveit.


Þjónusta í boði

  • Leikvöllur
  • Heitt vatn
  • Aðgangur að neti
  • Sundlaug
  • Losun skolptanka
  • Hundar leyfðir
  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Salerni
  • Kalt vatn
  • Þvottavél
  • Sturta
  • Húsdýragarður
  • Eldunaraðstaða
  • Gönguleiðir

Lýsing á aðstöðu

Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði fyrir tjöld, vagna og húsbíla.
Tjaldsvæðin eru á tveimur stöllum en fastaleigusvæði á þriðja og jafnframt hæsta stallinum og einnig upp með læknum. Flatirnar eru sléttar og vel við haldið. Trjágróður er við þær allar. Rafmagn er á öllum stöllum, þriggja pinna tenglar, leiktæki eru ofan við snyrtihús.

Reglur
1. Dvalargjöld eru innheimt af umsjónarmanni að kvöldi og morgni.
2. Umferð ökutækja á tjaldsvæðinu er ekki leyfð frá kl. 24 til kl. 07.
3. Varast ber að valda óþarfa hávaða. Rjúfið ekki næturkyrrð að óþörfu.
4. Ölvun er bönnuð á tjaldsvæðinu.
5. Vinnið ekki spjöll á náttúrunni.
6. Sorp skal láta í þar til gerð ílát, rafhlöður, málma, pappír, plast, glerflöskur og dósir sér.
7. Bannað er að kveikja eld.
8. Hundar eru aðeins leifðir í bandi.
9. Brot á umgengnisreglum getur varðað brottrekstri

Opnunartími

Frá 1. júní til septemberloka.


Verð

Verð 2024

Verð fyrir fullorðna: 1.900 kr. en 1.400 kr. fyrir 67 ára og eldri
Verð fyrir börn, 15 ára og yngri: 0 kr.
Rafmagn: 1.000 kr.
Þvottavél: 500 kr.
Sturta: 200 kr.