"

Þakgil

Náttúruperlan Þakgil er staðsett á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands 15 km frá þjóðveginum. Eins og nafn gilsins bendir til er þar mikil veðursæld og stórbrotin náttúra.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Sturta
  • Rafmagn
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Beygt er út af þjóðveginum við Höfðabrekku sem er 5 km austan við Vík. Ekið er sem leið liggur inn á heiðar, eftir vegi sem var þjóðvegur nr. 1 til 1955, þar til komið er að skilti sem bendir inn í Þakgil. Vegurinn inn í Þakgil er fær öllum bílum.

Hafist var handa við uppbyggingu ferðamannaaðstöðunnar í Þakgili vorið 2001 og opnað tjaldsvæði á miðju sumri 2002.

Hluti af veginum inní Þakgil var þjóðvegur 1 til ársins 1955. Þá tók brúnna af yfir Múlakvísl í hlaupi frá Kötlu og vegurinn var færður neðar á Mýrdalssand nokkru ofar en hann er nú. Á leiðinni í Þakgil er Stórihellir sunnan við Lambaskörð, c.a. 6 km frá þjóðveginum, þar voru haldnir dansleikir í gamla daga. Byggð var brú yfir Yllagil 1931- 1933 aflöggð 2002 og sett ræsi í staðin.

Bændur í Mýrdal hafa rekið fé sitt á afréttinn í margar aldir og eru djúpar kindagötur víða á afréttinum sem nýtast að hluta til sem göngustígar. Í Miðfellshelli í Þakgili hafa smalar rist fangamörk sín og ártöl á hellisveggina. Hellirinn var notaður sem gangnamannakofi til ársins 1918. Þá eftir kötlugosið var flutt í Brík, skúta fremst í Þakgili, og verið þar eitt haust. Síðan var hlaðinn kofi í Ausubólshólum vestan við Þakgil. Kofinn var notaður í c.a. 50 ár. Við tóftina eru 3 aflraunasteinar sem nefndir eru amlóði, hálfsterkur og fullsterkur. Núverandi gangnamannakofi er gamalt skólahús flutt frá Deildará í Mýrdal.

Á þessu svæði eru margar fallegar gönguleiðir við allra hæfi. Tjaldsvæði, snyrting og sturta eru á staðnum. Matsalurinn er náttúrulegur hellir og í honum eru borð og bekkir og bæði kamína og grill.
Tjaldsvæðið er tilvalið hvort sem er fyrir einstaklinga eða hópa.

Opnunartími

1.júní - 15.september


Verð

Verð 2021

Verð fyrir fullorðinn: 2.300 kr
Verð fyrir börn: Frítt fyrir 11 ára og yngri
12 – 16 ára: Greiða bara fyrir eina nótt þótt gist sé í fleiri.
Sturta: Innifalið fyrir tjaldgesti.
Rafmagn: 1.000 kr pr sólarhring
Smáhýsi: 25.000 kr nóttin.