"

Vaglaskógur

Fimm misstór tjaldsvæði á svæðinu. Á Flatagerði eru sturtur og klósett fyrir hreyfihamlaða.


Þjónusta í boði

  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Salerni
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Skjólgóð og skemmtileg tjaldsvæði fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Rafmagn er í Stórarjóðri, Hróarsstaðanesi og Flatagerði fyrir vagna og húsbíla. Ekki er rafmagn á tjaldsvæðinu í Brúarlundi sem er staðsett nyrst í skóginum. Gott leiksvæði er í Hróarstaðanesi. Salerni, heitt vatn og sturtur í þjónustuhúsum. Í Stórarjóðri er klósett fyrir hreyfihamlaða. Tjaldsvæðin eru tengd víðfeðmu göngustíganeti sem liggur um Vaglaskóg.

Vaglaskógur er einn fallegasti birkiskógur landsins með víðfeðmum gögnustígum og miklum möguleikum til útivistar.

Allt rusl er flokkað á svæðinu og eru gestir hvattir til að taka þátt í því.

Leiðarlýsing:
Frá Akureyri eru 17 km í Vaglaskóg. Ekinn er þjóðvegur 1, í austur frá Akureyri, í gegnum Vaðlaheiðargöng. Þaðan er farinn vegur 833 inn Fnjóskadal um 5 km leið að Vaglaskógi.

Opnunartími

Opið frá 28. maí til 15. september 2021


Verð

Verð 2021

Fullt verð 1.700 kr.

Eftir gistingu í 4 nætur fæst afsláttarkort hjá tjaldvörðum.

Ellilífeyrisþegar frá 67 ára aldri og öryrkjar 1.200 kr.

Frítt fyrir 14 ára og yngri.

Gistináttaskattur 0 kr. á hýsi/tjald.

Rafmagn 1.100 kr. nóttin.

Sturtugjald 500 kr.

Skott (millistykki í kassana) 4.000 kr. leiga og skilagjald er 3.000 kr.

Afsláttarkort á tjaldsvæðum.

Eftir að búið er að greiða fyrir 4 gistinætur á fullu verði fæst afsláttarkort hjá tjaldverði gegn framvísun kvittana f. gistingu á tjaldsvæðinu.
Gistinóttin lækkar um 500 kr.
Veitir einnig afslátt á tjaldsvæðinu í Hallormsstaðaskógi.