"

Vaglaskógur

Lýsing tjaldsvæði

Fimm misstór tjaldsvæði á svæðinu. Á Flatagerði eru sturtur og klósett fyrir hreyfihamlaða.


Þjónusta í boði

  • Golfvöllur
  • Rafmagn
  • Salerni
  • Gönguleiðir
  • Leikvöllur
  • Sturta

Lýsing á aðstöðu

Skjólgóð og skemmtileg tjaldsvæði fyrir tjöld, vagna og húsbíla. Rafmagn er í Stórarjóðri, Hróarsstaðanesi og Flatagerði fyrir vagna og húsbíla. Ekki er rafmagn á tjaldsvæðinu í Brúarlundi sem er staðsett nyrst í skóginum. Gott leiksvæði er í Hróarstaðanesi. Salerni, heitt vatn og sturtur í þjónustuhúsum. Í Stórarjóðri er klósett fyrir hreyfihamlaða. Tjaldsvæðin eru tengd víðfeðmu göngustíganeti sem liggur um Vaglaskóg.

Vaglaskógur er einn fallegasti birkiskógur landsins með víðfeðmum gögnustígum og miklum möguleikum til útivistar.

Leiðarlýsing:
Frá Akureyri eru 17 km í Vaglaskóg. Ekinn er þjóðvegur 1, í austur frá Akureyri, í gegnum Vaðlaheiðargöng. Þaðan er farinn vegur 833 inn Fnjóskadal um 5 km leið að Vaglaskógi.


Verð

Verð 2020

Fullt verð: 1.600 kr (Eftir gistingu í 4 nætur fæst afsláttarkort hjá tjaldvörðum)
Ellilifeyrisþegar og öryrkjar: 1.100 kr
Frítt fyrir 14 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum.
Rafmagn: 1.000 kr
Sturta: 500 kr

Skott (millistykki í kassana): 3.500 kr leiga
Skott (millistykki í kassana): 3.000 kr skilagjald