"

Valgeirsstaðir

Tjaldsvæðið er á grónu túni við skála FÍ á Valgeirsstöðum í Norðurfirði


Þjónusta í boði

  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Salernisaðstaða er í uppgerðu fjárhúsi við tjaldstæðið. Stórt kolagrill er á staðnum.
Rafmagn fyrir húsbíla, salernislosun fyrir húsbíla.

Stutt í verslun og sundlaug.

Fjölmargar spennandi gönguleiðir um stórbrotið land eru í nágrenninu. Má þar nefna göngu á Töflu, Kálfatinda, Munaðarnesfjall og Krossnesfjall. Einnig eru hægt að fara í lengri gönguferðir, s.s. yfir í Ingólfsfjörð og kringum Strút. Ekki má gleyma töfraheimi fjörunnar. Þar er að sjá tröllasmíð eins og Tröllahlaða og Bergið. Einnig er þar Gvendarsæti sem Guðmundur góði biskup sat í er hann vígði Urðirnar í Norðurfirði


Verð

Verð 2024

Verð fyrir fullorðna: 2.200 kr
Verð fyrir félagagsmenn í FÍ: 1.200 kr
Verð fyrir börn: 50% afsláttur fyrir börn undir 18 ára aldri
Börn undir 7 ára: Frítt
Sturta: 900 kr