"

Ásbyrgi - Vesturdalur

Í Vesturdal er annað af tveimur tjaldsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum, í Ásbyrgi er stærra tjaldsvæði.


Þjónusta í boði

  • Gönguleiðir
  • Salerni

Lýsing á aðstöðu

Vesturdalur liggur við veg nr. 862. Vegur þessi er fær öllum bílum frá þjóðvegi 85 í Kelduhverfi. Frá hringveginum á Mývatnsöræfum er vegurinn hins vegar einungis fær jeppum og fjórhjóladrifnum bílum. Vegur nr. 862 er lokaður á veturna. Leiðin frá þjóðvegi 85 opnast fyrr heldur en leiðin frá hringveginum, yfirleitt í byrjun júní. Hin leiðin opnar 1-2 vikum seinna og síðan fer það eftir veðurfari hversu lengi fram á haustið vegurinn helst opinn (vanlega fram í miðjan október).

Í Vesturdal er fallegt, náttúrlegt tjaldsvæði. Þar eru vatnssalerni og aðstaða til uppþvotta. Þar er þó ekki heitt vatn (og því ekki sturtuaðstaða) og ekki er hægt að komast í rafmagn. Landverðir eru með skrifstofu á svæðinu sem er opin frá 9 til 19 yfir hásumarið. Þar má fá upplýsingar um þjóðgarðinn, náttúrufar og gönguleiðir. Í Ásbyrgi, 14 km frá Vesturdal er Gljúfrastofa, upplýsinga-og þjónustumiðstöð Vatnajökulsþjóðgarðs á norðursvæði. Í Gljúfrastofu er áhugaverð sýning um náttúrfar og jarðfræði Jökulsárgljúfra. Þar er einnig hægt að fá upplýsingar um náttúru og sögu svæðisins, gönguleiðir og þjónustu.

Fjölbreyttar, stikaðar gönguleiðir eru á svæðinu. Landverðir sjá síðan um fræðsluferðir á hverjum degi um hásumarið. Lagt er af stað kl. 14.00 frá bílastæðinu við Hljóðakletta.


Verð

Verð 2020

Stæðisgjald fyrir tjöld, húsbíla, gistivagna o.s.frv. pr. nótt: kr. 500
Gistigjald fullorðinn 18-66 ára: fyrsta nótt kr. 1.500; hver aukanótt** kr. 1.200
Gistigjald ellilífeyrisþegar/öryrkjar: fyrsta nótt kr. 1.250; hver aukanótt** kr. 950
Gistigjald 13-17 ára: fyrsta nótt kr. 800; hver aukanótt** kr. 500
Aðgangur 12 ára og yngri barna, í fylgd með fullorðnum, að tjaldstæði er gjaldfrjáls.

Dæmi: Par sem borgar fyrir eina nótt greiðir 1.500 krónur fyrir hvorn einstakling auk 500 króna stæðisgjalds, samtals 3.500 krónur. En ef greitt er samtímis fyrir aukanótt lækkar gjaldið um 300 krónur fyrir hvorn einstakling og því kostar viðbótarnóttin 2.900 krónur. Samtals eru því greiddar 6.400 krónur fyrir tvær nætur.