Tjalda.is – Veistu ekki hvar á að tjalda? Þá er tjalda.is rétti staðurinn. Tjalda.is er upplýsingavefur um tjaldsvæði á Íslandi. Þar getur þú séð upplýsingar um aðstöðuna, myndir, verðupplýsingar og staðsetningu tjaldsvæðisins á korti.
Tjalda.is er rekinn af netveldinu en netveldið rekur einnig vefinn Bestivinur.is og Sundlaugar.is.
Geir stofnaði tjalda.is ásamt eiginkonu sinni sumarið 2009. Hann er mikill áhugamaður um ferðalög og hefur heimsótt flest tjaldsvæðin. Hann hefur gaman að njóta náttúrunnar með fjölskyldunni og Ronju labradortíkinni. Geir er með diploma í stjórnun og starfsmannamálum frá Háskólanum í Reykjavík og B.A. í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum. Hann vinnur í dag sem sölu og markaðsstjóri fyrir Hótel Cabin, Hótel Örk og Hótel Klett. Hægt er að ná sambandi við Geir í gegnum netfangið geir@tjalda.is
Jónína er mikil áhugamanneskja um útilegur og útiveru. Hún hefur gaman af að njóta útivistar með fjölskyldu og vinum. Hún er grunnskólakennari að mennt en starfar í dag sem leikskólastjóri á leikskóla í Reykjavík. Hægt er að ná sambandi við Jónínu í gegnum netfangið jonina@tjalda.is