Fjölskylduvænt tjaldsvæði með fótbóltavelli, hoppubelg og frísbígólfvelli. Frá Bakkafirði er stutt í fjölmargar gönguleiðir svo sem út á Digranes eða út í Viðvík
Góður húsakostur, frábær tjaldsvæði, margskonar dagskrártilboð og þjónusta gerir Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni að kjörnum vettvangi fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Tjaldsvæðið í Hveragerði er miðsvæðis í bænum, vel staðsett. Þar er gott þjónustuhús og tjaldsvæðið sjálft skjólgott. Öll þjónusta í Hveragerði innan seilingar og stutt í afþreyingu.
Tjaldsvæðið á Hellishólum er glæsilegt tjaldsvæði staðsett í Fljótshlíð og einungis 10 km frá Hvolsvelli. Glæsileg aðstaða með m.a. heitum pottum, leiksvæði og fótboltaaðstöðu auk 9 holu golfvallar
Hraunborgir er falin paradís í Grímsnesi um 70 km frá Reykjavík (við Kiðjabergsveg). Gott tjaldsvæði með rafmagni og leiktækjum fyrir börnin, minigolf, veitingarstað, sundlaug, golfvöll og fleira.
Velkomin að tjaldsvæðinu Systragili. Í skjóli trjáa við lindina hjalandi.Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, vagna og húsbíla
Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.
Tjaldsvæðið á Sauðárkrók er staðsett miðsvæðis í bænum. Þaðan er stutt í alla þjónustu og hentar því einkar vel fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina.
Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.
Í Úthlíð í Biskupstungum er rekin alhliða ferðaþjónusta. Þar er sundlaugin Hlíðarlaug, veitingastaðurinn Réttin, bensínstöð, ferðamannaverslun, 9 holu golfvöllur.
Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþre
Í Húsafelli er stórt og notalegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Á svæðinu er sundlaug, golfvöllur, leikvöllur með hoppipúða, veitingastaður, búð og þjónustumiðstöð
Tjaldsvæðið í Súðavík er nýtt og glæsilegt en það var tekið í notkun árið 2005. Er það staðsett ofan til við Samkomuhúsið og er keyrt inn á svæðið frá innri enda Túngötu.
Á Patreksfirði getur fjölskyldan gert ýmislegt saman. Bærinn liggur mitt á milli fjalls og fjöru og því er tilvalið að nýta náttúruna sem er fyrir hendi til samveru.