Tjaldsvæðið í Hveragerði er miðsvæðis í bænum, vel staðsett. Þar er gott þjónustuhús og tjaldsvæðið sjálft skjólgott. Öll þjónusta í Hveragerði innan seilingar og stutt í afþreyingu.
Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi
Tjaldsvæðið á Djúpavogi er gott tjaldsvæði staðsett í kjarna bæjarins. Öll þjónusta er innan seilingar og mikil afþreying í Djúpavogshreppi. Þar er meðal annars ný og glæsileg sundlaug og margt fleira
Góður húsakostur, frábær tjaldsvæði, margskonar dagskrártilboð og þjónusta gerir Útilífsmiðstöð skáta Úlfljótsvatni að kjörnum vettvangi fyrir einstaklinga og fjölskyldur.
Tjaldsvæðið á Illugastöðum er staðsett við selaskoðunarstaðinn. Opnar 20 júní eftir æðarvarpstímann. Svæðið býður upp á 2 upphituð klósett, tvo vaska með heitu og köldu vatni og rafmagni.
Fjölskylduvænt tjaldsvæði með fótbóltavelli, hoppubelg og frísbígólfvelli. Frá Bakkafirði er stutt í fjölmargar gönguleiðir svo sem út á Digranes eða út í Viðvík
Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.
Í Vesturdal, Ásbyrgi er fallegt, náttúrlegt tjaldsvæði aðeins ætlað tjöldum. Þar eru vatnssalerni og aðstaða til uppþvotta. Tjaldsvæðið er lokað yfir veturinn.
Kirkjubæjarklaustur er þorp við þjóðveginn með um 150 íbúa og er bæjarstæðið mjög fallegt. Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II er inni í þorpinu, rétt hjá Systrakaffi og versluninni Kjarval.
Hvolsvöllur er í alfaraleið við Þjóðveg 1. Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við þjóðveg 1
Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþre
Tjaldsvæðið á Grenivík er vel staðsett og vel búið tjaldsvæði á góðum stað á Norðurlandi. Það var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla.
Vel búið og friðsælt tjaldsvæði á hæsta byggða bóli Íslands. Komdu og njóttu fjalladýrðarinnar hjá okkur. Stutt í margar af fegurstu náttúruperlum landsins.
Tjaldsvæðið er rétt við þjóðveg 1 í um 5 km fjarlægð frá Kirkjubæjarklaustri en í Hörgslandi er einnig boðið uppá gistingu í smáhúsum. Á svæðinu er lítill skógur og mikið fuglalíf.
Tjaldsvæðið í Blágilum er staðsett á grasbala undir brún Eldshrauns. Það er 50 km frá Kirkjubæjarklaustri og 10 km sunnar við Laka. Á leiðinni eru óbrúaðar ár.
Hraunborgir er falin paradís í Grímsnesi um 70 km frá Reykjavík (við Kiðjabergsveg). Gott tjaldsvæði með rafmagni og leiktækjum fyrir börnin, minigolf, veitingarstað, sundlaug, golfvöll og fleira.
Gott tjaldsvæði við Stuðlagil. Sturta í boði fyrir gjald. Ef gestir mæta fyrir kl. 17.00 hafið samband við starfsfólk í matarvagni. Ekki rafmagn í boði.
Tjaldsvæðið er staðsett að Laugum í Sælingsdal og er 16 km fyrir norðan Búðardal. Á svæðinu er sundlaug og mjög fallegar gönguleiðir í kring. Lækur rennur í gegnum tjaldsvæðið en svæðið skiptist í nok
Hverinn á Kleppjárnsreykjum er frábær nýuppgerður sælureitur í sveitinni, þar sem boðið er upp á tjaldsvæði, veitingasölu og ýmsa aðra afþreyingu fyrir alla fjölskylduna
Í Húsafelli er stórt og notalegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Á svæðinu er sundlaug, golfvöllur, leikvöllur með hoppipúða, veitingastaður, búð og þjónustumiðstöð
Á Patreksfirði getur fjölskyldan gert ýmislegt saman. Bærinn liggur mitt á milli fjalls og fjöru og því er tilvalið að nýta náttúruna sem er fyrir hendi til samveru.
Velkomin að tjaldsvæðinu Systragili. Í skjóli trjáa við lindina hjalandi.Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, vagna og húsbíla
Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.
Tjaldsvæðið á Sauðárkrók er staðsett miðsvæðis í bænum. Þaðan er stutt í alla þjónustu og hentar því einkar vel fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina.