Varmaland
Tjaldsvæðið í Varmalandi er stórt og rúmgott svæði og hentar vel fyrir hópa sem og fjölskyldur.

Þingeyraroddi
Þingeyri er hluti af sveitarfélaginu Ísafjarðarbær. Fólksfjöldinn á Þingeyri og í nærliggjandi svæðum er um 420.
Ólafsvík
Tjaldsvæðið er staðsett við bæjarmörk Ólafsvíkur. Á tjaldvæðinu er salerni, heitt og kalt vatn, uppþvottaraðstaða, rafmagn og losun úrgangs.
Hallkelsstaðahlíð
Tjaldsvæðið í Hallkelsstaðahlíð er vel staðsett á Vesturlandi. Þaðan er jafnlöng vegalengd til Borgarnes, Stykkishólm og Búðardal
Snorrastaðir
Ferðaþjónustan Snorrastöðum er tjaldsvæði og ferðaþjónusta á frábærum stað á Snæfellsnesi. Svæðið er friðsælt og mikil náttúrufegurð.
Húsafell
Í Húsafelli er stórt og notalegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Á svæðinu er sundlaug, golfvöllur, leikvöllur með hoppipúða, veitingastaður, búð og þjónustumiðstöð
Hellissandur
Nýtt og glæsilegt tjaldsvæði er á Hellissandi. Tjaldsvæðið er vestan megin við Sjómannagarðinn, eða á vinstri hönd þegar komið er inní bæinn frá Rifi.
Grundarfjörður
Tjaldsvæðið á Grundarfirði er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins.
Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur er sveitabær í Hvalfirði. Lítið og fjölskylduvænt tjaldstæði er neðan við bæjarhúsin.
Akranes
Tjaldsvæðið á Akranesi er staðsett í Kalmansvík sem er í útjaðri bæjarins. Kalmansvík er falleg vík með fallega fjallasýn til norðurs.
Á Eyrunum, Tröðum
Tjaldsvæðið á eyrunum er staðsett á Tröðum, fallegt fjölskylduvænt svæði við sjóinn.
Tálknafjörður
Tjaldsvæðið á Tálknafirði er staðsett miðsvæðis í þorpinu við hlið sundlaugarinnar.
Melanes, Rauðasandi
Tjaldsvæðið Melanesi við Rauðasand er nýlegt tjaldsvæði á frábærum stað á Vestfjörðum.
Patreksfjörður
Á Patreksfirði getur fjölskyldan gert ýmislegt saman. Bærinn liggur mitt á milli fjalls og fjöru og því er tilvalið að nýta náttúruna sem er fyrir hendi til samveru.
Drangsnes
Tjaldsvæðið á Drangsnesi er vel búið með góða hreinlætisaðstöðu, sturtu og leiksvæði.

Heydalur í Mjóafirði
Heydalur er í 130 km fjarlægð frá Ísafirði, 110 km frá Hólmavík og 100 km frá Bjarkarlundi. Ekið er 12 km inn dalinn og komið að tjaldsvæðinu við Heydalsá fyrir neðan bæinn.
Hólmavík
Tjaldsvæðið á Hólmavík er á besta stað í bænum við sundlaugina á staðnum.
Bíldudalur
Tjaldsvæðið á Bíldudal er staðsett við íþróttavæðið. Tjaldsvæðið er búið salernisaðstöðu, köldu og heitu vatni, þvottavél og þurrkara,
Þakgil
Náttúruperlan Þakgil er staðsett á Höfðabrekkuafrétti milli Mýrdalsjökuls og Mýrdalssands 15 km frá þjóðveginum.
Vestmannaeyjar, Þórsvöllur
Tjaldsvæðið við Þórsvöll opnaði sumarið 2007. Þaðan er stutt í alla helstu þjónustu en sundlaugin er í 250 metra fjarlægð og 150 metrar í golfvöll.
Þorlákshöfn
Tjaldsvæðið í Þorlákshöfn er staðsett miðsvæðis í bænum, rétt við íþróttamiðstöðina og kirkjuna.
Varmahlíð
Tjaldsvæðið í Varmahlíð er skemmtilegt og fjölskylduvænt svæði staðsett sunnantil í Reykjarhóli. Svæðið er skógi vaxið og sérstaklega skjólgott
Skagaströnd
Tjaldsvæðið er á skjólsælum og rólegum stað efst á Bogabraut og horfir á móti sólu. Á svæðinu er góð aðstaða fyrir börn, spennandi umhverfi og leiktæki af ýmsu tagi.
Siglufjörður
Á Siglufirði eru tvö tjaldsvæði, annað í miðbænum en hitt í um 10 mín fjarlægð við snjóflóðavarnargarðinn.
Sauðárkrókur
Tjaldsvæðið á Sauðárkrók er staðsett miðsvæðis í bænum. Þaðan er stutt í alla þjónustu og hentar því einkar vel fyrir þá sem vilja hafa allt við hendina.
Ólafsfjörður
Tjaldsvæðið Ólafsfirði er vel staðsett við íþróttamiðstöð bæjarins.
Lífsmótun, Laugar
bænum Hjalla í Reykjadal rekur Sjálfseignarstofnunin Lífsmótun fallegt tjaldsvæði í rólegu umhverfi.
Hólar í Hjaltadal
Tjaldsvæðið á Hólum er eitt af skemmtilegri tjaldsvæðum landsins.
Hrísey
Tjaldsvæðið í Hrísey er staðsett rétt við íþróttamiðstöðina í bænum og því stutt að skella sér í sund.
Hegranes
Tjaldsvæðið Hegranesi er eingöngu ætlað hópum. Þannig getur þinn hópur verið með sitt einkatjaldsvæði og nýtt sér aðstöðu í húsi einnig.
Hauganes, Dalvíkurbyggð
Tjaldsvæðið er á kyrrlátum stað í litla þorpinu Hauganesi við utanverðan Eyjafjörð.
Akureyri, Hamrar v/Kjarnaskóg
Tjaldsvæðið Hamrar í Kjarnaskógi er mjög vel útbúið tjaldsvæði með frábærri aðstöðu og nóg að gera fyrir börnin.
Dalvík
Á tjaldsvæðinu á Dalvík er heitt og kalt vatn, 2 sturtur og snyrtingar ásamt aðstöðu til að þvo leirtau.
Ásbyrgi - Vesturdalur
Í Vesturdal, Ásbyrgi er fallegt, náttúrlegt tjaldsvæði. Þar eru vatnssalerni og aðstaða til uppþvotta.
Ásbyrgi
Í Ásbyrgi er annað af tveimur tjaldsvæðum Vatnajökulsþjóðgarðs í Jökulsárgljúfrum, í Vesturdal er minna tjaldsvæði.
Ártún
Stutt er til Grenivíkur frá Ártúni en í Grenivík má finna verslun, sundlaug, golfvöll, útgerðarminjasafn, gallery og fleira.
Akureyri, Þórunnarstræti
Tjaldsvæðið í Þórunnarstræti er staðsett miðsvæðis í bænum. Svæðið er lokað af og eingöngu gestum hleypt inn.
Mosfellsbær
Á tjaldsvæðinu í Mosfellsbæ er góð aðstaða fyrir tjöld, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
Laugardalur
Tjaldsvæði í Laugardal er á frábærum stað við hliðina á Laugardalslaug. Tjaldsvæðið í Laugardal er um það bil 3 km. frá miðbæ Reykjavíkur.
Hafnarfjörður
Tjaldsvæði Hafnarfjarðar er á Víðstaðatúni sem er fallegur listaverkagarður umkringdur hrauni. Meira
Þórsmörk - Slyppugil
Tjaldsvæðið Slyppugil í Þórsmörk er staðsett á grónu, rólegu svæði í Þórsmörk. Þar eru sturtur, salerni, grill og upplýsingagjöf
Landmannahellir
Tjaldsvæðið Landmannahelli er á fallegum stað og góð aðstaða er á svæðinu.
Kerlingarfjöll
Tjaldstæðið í Kerlingarfjöllum er í dalnum Ásgarði, sem er norðan í Kerlingarfjöllum, hlýlegur dalur í útjaðri stórbrotins landsvæðis.
Sandfellsskógur
Tjaldsvæði á Stóra Sandfelli er huggulegt tjaldsvæði sem er að mestu leyti í skógivöxnu landi.
Vopnafjörður
Tjaldsvæðið stendur á stöllum í hæðunum miðsvæðis í þorpinu. Útsýnið er fallegt yfir fjörðinn og er flest þjónusta í göngufæri.
Eskifjörður
Tjaldsvæðið við Bleiksána, við innkeyrsluna í bæinn, og er umvafið fallegri skógrækt
Seyðisfjörður
Tjaldsvæðið á Seyðisfirði er vel staðsett með stutt í alla þjónustu. Á svæðinu er gott þjónustuhús með inniaðstöðu, salernum og sturtu.
Reyðarfjörður
Tjaldsvæðið er við innkeyrsluna í bæinn, hjá Andarpollinum.
Neskaupstaður
Nýtt tjaldsvæðið er við snjóflóðavarnargarðana ofan við bæinn í Drangagili
Hengifoss
Tjaldsvæðið Hengifoss er vel staðsett á Austurlandi. Á tjaldsvæðinu er kalt og heitt rennandi vatn, sturta, íþróttaaðstaða og góðar gönguleiðir.
Hallormsstaðaskógur
Tjaldsvæðin í Hallormsstaðaskógi eru tvö í Atlavík og Höfðavík. Atlavík er innan við þéttbýliskjarnan á Hallormsstað. Margar litlar og stórar flatir eru þar undir birkiskermi
Fáskrúðsfjörður
Tjaldsvæðið er í friðsælu umhverfi við fallegt lón rétt innan við byggðina
Djúpivogur
Tjaldsvæðið á Djúpavogi er gott tjaldsvæði staðsett í kjarna bæjarins. Öll þjónusta er innan seilingar og mikil afþreying í Djúpavogshreppi. Þar er meðal annars ný og glæsileg sundlaug og margt fleira
Berunes
Berunes stendur við þjóðveg eitt á Austfjörðum, við norðanverðan Berufjörð. Í Berunesi er rekið farfuglaheimili, veitingahús og tjaldsvæði.
Ásbrandsstaðir
Tjaldsvæðið Ásbrandsstaðir er vel staðsett, aðeins um 8 km frá Vopnafirði.
Tjaldsvæðið við Faxa
Fallegt og rólegt umhverfi er eitt af einkennum tjaldsvæðisins við Faxa. Tjaldsvæðið liggur á bökkum Tungufljóts við Tungnarétt og fossinn Faxa.

Stokkeyri
Tjaldsvæðið á Stokkseyri hefur verið endurbætt mikið undarfarið. Þar er leikvöllur fyrir börnin og göngustígur beint í miðbæ Stokkseyrar.

Skjól
Tjaldsvæðið Skjól er nýtt tjaldsvæði rétt við Geysi. Þar er mikil náttúrufegurð allt um kring.

Skaftafell
Tjaldsvæðið er rúmgott og nokkur gróður í kring. Tjaldsvæðinu í Skaftafelli er skipt í nokkur smærri svæði.

Reykholt, Aratunga
Tjaldsvæðið í Reykholti er staðsett í þéttbýliskjarnanum að Reykholti. Þar er salernisaðstaða og aðgangur að rafmagni.

Kleifar
Tjaldsvæðið Kleifar er við Geirlandsveg um 2,5 km frá Kirkjubæjarklaustri.

Kirkjubær II, Kirkjubæjarklausti
Kirkjubæjarklaustur er þorp við þjóðveginn með um 150 íbúa og er bæjarstæðið mjög fallegt. Tjaldsvæðið á Kirkjubæ II er inni í þorpinu, rétt hjá Systrakaffi og versluninni Kjarval.

Herjólfsdalur, Vertmannaeyjar
Tjaldsvæðið er staðsett í Herjólfsdal. Svæðið er þannig girt af með fjalli í laginu eins og skeifa sem veitir svæðinu gott skjól.

Laugaland
Tjaldsvæðið er frábær staður fyrir fjölskyldufólk en þar er gervigrasvöllur og þrjú leiksvæði. Leiksvæðin eru með nýjum leiktækjum, aparólu og trampólíni.

Hólaskjól
Tjaldsvæðið Hólaskjól er við Fjallabaksleið nyrðri og er við gróið og fallegt svæði sem afmarkast af hraunkambi

Hveragerði - Reykjamörk
Tjaldsvæðið í Hveragerði er miðsvæðis í bænum, vel staðsett. Þar er gott þjónustuhús og tjaldsvæðið sjálft skjólgott. Öll þjónusta í Hveragerði innan seilingar og stutt í afþreyingu.

Geysir, Haukadal
Tjaldsvæðið við Geysi í Haukadal er staðsett í náttúruperlunni á Geysi, beint á móti Geysir Bistro og Geysir verslun.

Flúðir
Flúðir í Hrunamannahreppi hefur í gegnum tíðina verið vinsæll áfangastaður fyrir innlenda og erlenda ferðamenn enda eru Flúðir þekkt fyrir mikla veðursæld og má þar einnig finna ýmislegt sér til afþre

Básar
Tjaldsvæðið er allt í kring um skála Útivistar og hægt er að tjalda á flötum ellegar í lautum í skógi vöxnu landslaginu.

Grenivík
Tjaldsvæðið á Grenivík er vel staðsett og vel búið tjaldsvæði á góðum stað á Norðurlandi. Það var endurnýjað árið 2011 og er þar glænýtt aðstöðuhús með aðgengi fyrir hjólastóla.

Borg í Grímsnesi
Tjaldsvæði er fjórar litlar grasflatir. Tjaldsvæðið er ætlað fjölskyldufólki. Aldurstakmark er 20 ára nema í fylgd með fullorðnum.

Hamragarðar
Tjaldsvæðið er um 2 km frá þjóðvegi 1. Beygt er útaf þjóðveginum við Seljalandsfoss og ekið um 2 km. Þar á hægri hönd er svæðið.
Vaglaskógur
Tjaldsvæðið Vaglaskógi er í Fnjóskárdal. Vaglaskógur er annar stærsti skógur landsins og einn sá fegursti.

Laugarvatn
Tjaldsvæðið á Laugarvatni er stórt og skjólgott svæði. Þar er leiksvæði og góð aðstaða.
Á. Skarðsströnd
Tjaldsvæðið Á, Skarðsströnd er staðsett við sunnanverðan Breiðafjörð og þar er mikið náttúrulíf.
Þjórsárdalur
Tjaldsvæðið er vel gróið og eru tjaldstæðin á misstórum flötum inn á milli trjánna.
Himnasvalir
Ferðaþjónustan Himnasvalir er tjaldsvæði og húsbílastæði í hjarta Norðurárdals í Skagafirði. Svæðið er friðsælt og mikil náttúrufeguðr.
Tjaldsvæðið Höfn í Hornafirði
Tjaldsvæðið er við innkeyrsluna inn í bæinn. Margar flatir og pallar. Rúmgott með miklu útsýni til jökla. Góð aðstaða og fjölbreytt þjónusta.
Hverinn, Kleppjárnsreykjum
Hverinn á Kleppjárnsreykjum er frábær nýuppgerður sælureitur í sveitinni, þar sem boðið er upp á tjaldsvæði, veitingasölu og ýmsa aðra afþreyingu fyrir alla fjölskylduna
Hlaðir, Hvalfjarðarströnd
Félagsheimilið Hlaðir er rólegur og fallegur staður við norðanverðan Hvalfjörð, um 40 mín akstur frá Reykjavík og 20 mín akstur frá Akranesi.
Arnarstapi
Tjaldsvæðið á Arnarstapa er á fallegum stað á Snæfellsnesi. Þaðan er stutt að fara á helstu ferðamannastaði á nesinu.
Grindavík
Tjaldsvæðið í Grindavík er glæsilegt tjaldsvæði með öllum helstu nauðsynjum og þægindum.

Hraunborgir, Grímsnesi
Tjaldsvæðið að Hraunborgum í Grímsnesi er staðsett við Kiðjabergsveg. Á svæðinu er góð aðstaða og fjölbreytt afþreying.
Raufarhöfn
Tjaldsvæðið er staðsett á skemmtilegan máta rétt við íþróttamiðstöðina og grunnskólann.
Kirkjuhvammur, Hvammstanga
Tjaldsvæðið Kirkjuhvammur er á skemmtilegum stað fyrir ofan Hvammstanga. Svæðið er stórt og gott með frábæra aðstöðu.

Hvolsvollur
Hvolsvöllur er í alfaraleið við Þjóðveg 1. Tjaldsvæðið er fyrsti afleggjari á hægri hönd þegar keyrt er inn í Hvolsvöll og komið er úr vestri ( frá RVK ) við þjóðveg 1
Bolungarvík
Tjaldsvæðið í Bolungarvík er staðsett rétt við sundlaugina. Á tjaldsvæðinu er góð aðstaða en þar eru salerni, sturtur og rafmagn
Eyjafjarðarsveit
Tjaldsvæðið í Eyjafjarðarsveitar er vel staðsett í Eyjafirði. Þar er aðstaðan góð og sundlaug við hlið svæðisins.
Fossárdalur
Á Fossárdal í Berufirði er skjólgott tjaldsvæði. Gott pláss er á svæðinu. Lítill lækur liðast við tjaldsvæðið sem vekur jafnan mikla hrifningu barna.

Möðrudalur á Fjöllum – Fjalladýrð
el búið og friðsælt tjaldsvæði á hæsta byggða bóli Íslands. Komdu og njóttu fjalladýrðarinnar hjá okkur. Stutt í margar af fegurstu náttúruperlum landsins.
Húsavík
Tjaldsvæðið á Húsavík er vel staðsett í útjaðri bæjarins. Þaðan er stutt að heimsækja margar af helstu náttúruperlum landsins svo sem Dettifoss, Mývatn og Ásbyrgi.

Borðeyri
jaldsvæðið á Borðeyri er ágætlega slétt grasflöt með alllöngum skjólvegg fyrir norðanátt.
Sólbrekka, Mjóafirði
Tjaldsvæðið Sólbrekka í Mjóafirði er staðsett við gistiheimilið Sólbrekku.
Þórisstaðir
Á tjaldsvæðinu Þórisstöðum er stórt og gott fjölskyldusvæði. Þar er góð hreinlætisaðstaða, kolagrill, rafmagn og fótboltavöllur ásamt fleiru.
Systragil
Velkomin að tjaldsvæðinu Systragili. Í skjóli trjáa við lindina hjalandi.Tjaldsvæðið Systragil er skjólgott tjaldsvæði með aðstöðu fyrir tjöld, vagna og húsbíla