.
.
.
.
.
.
Laugardaginn 12. júlí hefst Grænmetismarkaðurinn að Mosskógum í Mosfellsdal. Þetta er fimmtánda sumarið sem grænmetismarkaðurinn er haldinn en hann er opinn alla laugardaga frá byrjun júlí og fram á haust.
Í boði eru margar gerðir af nýuppteknu grænmeti, kryddjurtir, rósir og ljúffeng jarðaber. Einnig er í boði fjölbreytt úrval af vörum frá íslenskri Hollustu svo sem sultur, berjasafar, paté, te og krydd.
Það er því tilvalið að skella sér í útilegu að Mosskógum og kynna sér svo úrvalið á Grænmetismarkaðnum. Hér að neðan má sjá hvar Mosskógar eru.
loading map - please wait...