Fossatún
Fossatún er staðsett miðja vegu milli Borgarness og Reykholt í miðjum Borgarfirði. Umhverfi og náttúra er einstaklega fallegt á bökkum Grímsár og við Blundsvatn
Varmaland
Tjaldsvæðið í Varmalandi er stórt og rúmgott svæði og hentar vel fyrir hópa sem og fjölskyldur.
Stykkishólmur
Tjaldsvæðið í Stykkishólmi er miðsvæðis í bænum og mjög vel búið.
Snorrastaðir
Ferðaþjónustan Snorrastöðum er tjaldsvæði og ferðaþjónusta á frábærum stað á Snæfellsnesi. Svæðið er friðsælt og mikil náttúrufegurð.
Selskógur, Skorradal
Selskógur er fyrir miðjum Skorradal. Þetta er glæsilegt tjaldsvæði sem er skipt í nokkur misstór svæði sem eru með kjarri allt í kríng.
Ólafsvík
Tjaldsvæðið er staðsett við bæjarmörk Ólafsvíkur. Á tjaldvæðinu er salerni, heitt og kalt vatn, uppþvottaraðstaða, rafmagn og losun úrgangs.
Hallkelsstaðahlíð
Tjaldsvæðið í Hallkelsstaðahlíð er vel staðsett á Vesturlandi. Þaðan er jafnlöng vegalengd til Borgarnes, Stykkishólm og Búðardal
Húsafell
Í Húsafelli er stórt og notalegt tjaldstæði með góðri aðstöðu. Á svæðinu er sundlaug, golfvöllur, leikvöllur með hoppipúða, veitingastaður, búð og þjónustumiðstöð
Hellissandur
Nýtt og glæsilegt tjaldsvæði er á Hellissandi. Tjaldsvæðið er vestan megin við Sjómannagarðinn, eða á vinstri hönd þegar komið er inní bæinn frá Rifi.
Grundarfjörður
Tjaldsvæðið á Grundarfirði er staðsett í ofanverðum jaðri bæjarins með einstakt útsýni hvort sem er til sjávar eða fjallgarðsins.
Buðardalur
Tjaldsvæðið er í miðju Búðardals og er á vinstri hönd þegar komið er inn í Búðardal úr suðri eftir þjóðvegi nr. 60. Tjaldsvæðið er skjólgott í fallegum trjálundi.
Bjarteyjarsandur
Bjarteyjarsandur er sveitabær í Hvalfirði. Lítið og fjölskylduvænt tjaldstæði er neðan við bæjarhúsin.
Akranes
Tjaldsvæðið á Akranesi er staðsett í Kalmansvík sem er í útjaðri bæjarins. Kalmansvík er falleg vík með fallega fjallasýn til norðurs.
Á Eyrunum, Tröðum
Tjaldsvæðið á eyrunum er staðsett á Tröðum, fallegt fjölskylduvænt svæði við sjóinn.
Stóri, Lambhagi 4
Lítið tjaldsvæði í fallegu og rólegu umhverfi við þjóðveg 47, Hvalfjarðarsveit.
Á. Skarðsströnd
Tjaldsvæðið Á, Skarðsströnd er staðsett við sunnanverðan Breiðafjörð og þar er mikið náttúrulíf.
Hverinn, Kleppjárnsreykjum
Hverinn á Kleppjárnsreykjum er frábær nýuppgerður sælureitur í sveitinni, þar sem boðið er upp á tjaldsvæði, veitingasölu og ýmsa aðra afþreyingu fyrir alla fjölskylduna
Hlaðir, Hvalfjarðarströnd
Félagsheimilið Hlaðir er rólegur og fallegur staður við norðanverðan Hvalfjörð, um 40 mín akstur frá Reykjavík og 20 mín akstur frá Akranesi.
Borgarnes
Tjaldsvæðið er við þjóðveg 1 á leið norður út úr bænum.
Arnarstapi
Tjaldsvæðið á Arnarstapa er á fallegum stað á Snæfellsnesi. Þaðan er stutt að fara á helstu ferðamannastaði á nesinu.
Þórisstaðir
Á tjaldsvæðinu Þórisstöðum er stórt og gott fjölskyldusvæði. Þar er góð hreinlætisaðstaða, kolagrill, rafmagn og fótboltavöllur ásamt fleiru.